Skilmálar

Verðskrá

Verðskráin okkar nær yfir allan kostnað við skoðanir og enginn kostnaður bætist við skoðunargjöld nema að um annað hafi verið samið. Þ.e. akstursgjald og tækjagjöld.

Fyrirvarar

Við skoðum aðeins þau svæði sem eru okkur aðgengileg. Við færum ekki húsgögn, innanstökksmuni, innréttingar og rjúfum ekki byggingarhluta nema með leyfi eiganda fasteignar. Oft þarf að rjúfa byggingarhluta með tilheyrandi raski til þess að komast að upptökum vandamáls. Ekki er mögulegt að tryggja að við uppgötvum galla og skemmdir sem eiga sér uppruna annars staðar en þar sem skoðað var. T.d. í nærliggjandi íbúðum.